Hreinsum Andarpollinn

Þann 27. júní (frá 11:00 – 15:00) mun ég og fyrrum liðsmenn bækistöðvar 4 leggja okkar af mörkum til þess að hreinsa Andarpollinn í Seljahverfi. Við viljum leið hvetja fólk til þess að mæta og hjálpa til, eða taka til í sínum hluta hverfisins. Því samkvæmt máltækinu þá eiga margar hendur að vinna „erfitt“ verk. Til gamans má geta að allir borgarfulltrúarnir fengu boðsmiða á þennan atburð, spennandi að sjá hverjir mæta.

tjörnin 001
 

ATH: Fólk þarf að mæta sjálft með verkfæri (vöðlur, stunguskóflur o.fl.) já og góða skapið.

Þó munum við reyna að fá einhver tól og tæki frá Reykjavíkurborg. 

Hvenær: 27.júní frá 11:00 – 15:00

Hvar: Andarpollurinn í Seljahverfi

Hverjir: Vonandi sem flestir.

Kveðja, Synir Breiðholts


Breiðholtsskýrslan á rafrænu formi

Hér má nálgast skýrsluna góðu

http://visir.is/assets/pdf/XZ928616.PDF

Mbk. Bjarni Fritz


Breiðholtsskýrslan 2010

Tveimur dögum fyrir borgarstjórnar kosningar fór ég og Tryggvi með skýrsluna mína um Seljahverfið til allra framboðanna, í framhaldi af því setti ég afraksturinn á þessa síðu. Vegna þeirra góðu undirtekta sem skýrslan fékk var ákveðið fara alla leið og útbúa faglega unna Breiðholtsskýrslu. Markmiðið var að fara yfir öll hverfin í Breiðholtinu á svipaðan máta og ég gerði við Seljahverfið. Til þess að hinum hverfunum í Breiðholtinu yrðu gerð nægjanlega góð skil í Breiðholtsskýrslunni, var á hreinu að ég þyrfti hjálp frá mönnum sem ólust upp í þeim hverfum frá blautu barnsbeini. Snillingarnir Gummi Jóh, Tryggvi Haralds og Jói Jökull komu mér til bjargar og skrifuðu kafla í þessari skýrslu um hverfið sitt, einnig fékk ég góða og fjölbreytilega hjálp frá Bjarna Þór.

Hugmyndin bakvið gerð þessarar skýrslu var sú að við skyldum afhenda hana öllum nýkjörnum borgarfulltrúum á þeirra fyrsta borgarfundi. Með því upplýst þá um ástandið í Breiðholti og hvatt þá til þess að sinna því hverfi aðeins betur en verið hefur gert. Í dag var þessi hugmynd framkvæmd er ég og Tryggvi mættum á fyrsta borgarfundinn með Breiðholtsskýrsluna sjóðheita úr prentun við hönd. Afhentum við borgarfulltrúunum eintak af skýrslunni í eigin persónu. Myndatökumaðurinn okkar hún yndisfríða Tinna Baldurs tók nokkrar myndir af atburðinum.

DSC03133

Ég og Tryggvi stoltir með skýrsluna góðu

 

DSC03130

Breiðhyltingnum Gísla Marteini leist einstaklega vel á skýrsluna og sagði orðrétt "ég ætla beita mér fyrir þessu" þið munið það með mér.

 

MOV03127

Hér kynni ég mig og afhendi Hönnu Birnu fyrrum borgarstjóra skýrsluna.

MOV03127-2 

Hún þakkaði fyrir og glotti um leið við tönn. Spurning hvað hafi þotið um hug hennar er við útskýrðum í stuttum máli innihald skýrslunar.  

 

Því miður náðust ekki fleiri myndir eins og er við afhentum núverandi borgarstjóra Jóni Gnarr skýrsluna en hann tók einstaklega vel í þetta framtak okkar. Á næstu dögum mun ég birta skýrsluna kafla fyrir kafla á þessari síðu, endilega fylgist með því.

Að lokum þá ætlum við nokkrir strákar úr Seljahverfinu að gera okkar besta í því að hreinsa Andarpollinn þann 27. júní. Við viljum endilega hvetja fólk til þess að mæta og aðstoða okkar, því samkvæmt máltækinu þá eiga margar hendur að vinna „erfitt“ verk. Þetta hreinsunarátak verður kynnt betur síðar. Það má til gamans geta að allir borgarfulltrúarnir fengu boðsmiða á þennan atburð spennandi að sjá hverjir mæta.

Mbk. Bjarni Fritz         

 


Takk fyrir góðar viðtökur

Heil og sæl, vildi bara þakka öllum fyrir frábærar viðtökur. Síðan hefur fengið um 7 þúsund heimsóknir frá opnun hennar, sem ég er alveg gríðarlega ánægður með. Vegna þessa þá hef ég ákveðið að halda aðeins áfram með þetta verkefni með hjálp góðra aðila og birta afraksturinn á þessari síðu. 

Mbk. Bjarni Fritzson 


Seljahverfið er hverfið mitt

  • Hverfið mitt er Seljahverfi, það er almennt talið vera fína hverfið í Breiðholtinu. Í minningunni er þetta hlýtt og skemmtilegt hverfi, þar sem ungir krakkar geta notið þess að vera til og brallað ýmislegt. Til að endurvekja þessar gömlu góðu minningar ákvað ég að hjóla um Seljahverfið og fá minningarnar beint í æð. En mér til skelfingar þá hefur hverfið breyst töluvert frá því árunum áður, því ákvað ég að taka nokkrar myndir af hverfinu, því þær segja jú meira en þúsund orð 

 

  • Í Seljahverfinu er ekkert bakarí lengur, engin hverfissjoppa eða videoleigja, ekkert kaffihús, engin kaupmaður á horninu, engin skóbúð, engin íþróttabúð og engin ísbúð. Aðeins tvær verslanir og ein sjoppa við Vatnsenda í útjaðri hverfisins. Þannig að það er nánast ekki hægt að sækja neina þjónustu á fæti.

Hverfið mitt 002

  • Gamla góða ísbúðin mín, hér á ég margar skemmtilegar minningar frá því á unglingsárunum, við hliðina á henni var bakarí og þar við hliðin á var videoleigja, núna er allt farið.
Hverfið mitt 013
  • Hér var videoleigan sem ég og vinirnir laumuðumst í, til að taka spólu og kaupa nammi fyrir blaðburðapeningana.

 

  • Aðalpartur æskunnar minnar fór í að stunda íþróttir á hinum ýmsu svæðum Seljahverfisins og leika mér á öllum þeim skemmtilegu leiksvæðum sem fyrir fundust í Seljahverfinu. Skoðum þau.
Hverfið mitt 004
  • Hér vorum við vinirnir að keppast um hverjir náðu að renna sér lengst, nú er það ekki hægt engin vír og engin róla, hefur verið svona í mörg, mörg ár.

 

  • Eitt af því sem við krakkarnir gerðu mikið var að spila körfubolta svokallaðan „streetball“ kíkjum aðeins á körfurnar og dæmigerðan körfuboltavöll.
korfubolti
  • Svona útlítandi körfur er dæmigerðar fyrir körfurnar í Seljahverfinu, væri mikið mál að mála línurnar á vellinum.
Hverfið mitt 036
  • Á þessum velli vann ég „streetball“ mót Hólmasels sem er félagsmiðstöð hverfisins. Þetta var einn vinsælasti völlur hverfisins og við unglingarnir voru það spenntir að spila hann, að þegar það kom sólarglæta á veturna var um leið farið í það að moka snjóinn af vellinum.
Hverfið mitt 020
 
  • Þetta var hinn vinsæli körfuboltavöllurinn, svokallaður Íkornavöllur. Á sumrin var þessi völlur fullur af krökkum og lífi, en hvað er hann nú??? Ekki neitt, engin karfa, engin fótboltamörk, bara subbulegur steypuklumpur.

  • En við krakkarnir fórum  líka mikið í fótbolta, þar sem heilu hverfin hittust eftir kvöldmat og skipt var í lið
Hverfið mitt 017
  • Þetta var glæsilegur grasvöllu, með flottu marki og girðingu bakvið bæði mörkin. Það hefur breyst, grasið lélegt, engin girðing bara staurar og netið að sjálfsögðu  rifið.
Hverfið mitt 029
  • Annað „glæsilegt“ fótboltamark sem stendur við Seljaskóla, er ég tók þessa mynd voru frímínútur, kemur kannski ekki á óvart að þetta mark stóð autt. Ástandið á fót og körfuboltavöllunum skýrir kannski af hverju krakkar í dag hanga frekar í tölvunni heima hjá sér en á þessum stöðum.

 

  • Seljahverfið hefur löngun verið talið einstaklega fjölskylduvænt hverfi. Andarpollurinn er stolt hverfisins og sá staður sem að fjölskyldur koma saman. Þar hittast krakkarnir, vaða, veiða síli og leika, meðan foreldrar þeirra hafa það náðugt og fylgjast með. Kíkjum á Andarpollinn.
tjörnin 001
  • Mjög fallegt svæði en skoðum þetta aðeins nánar

tjörnin 006

  • Hvað er að gerast hér hvað var um tjörnina, orðin af drullugum og illa hirtum skítapoll
Hverfið mitt 040
  • Einu sinni voru fiskar í þessari tjörn, allir krakkar og foreldrar í hverfinu hittust hér, veiddu og eyddu tíma saman. Nú er þetta að breytast í eina stóra mýri, af hverju er engin að hugsa um tjörnina.

 

  • En krakkarnir halda áfram að reyna leika sér og vaða í gegnum   mýrina, ekki beint geðslegt.
tjörnin 008
  • Eins og þið sjáið á þessum myndum þá hefur tjörnin breyst úr fallegu útivistarsvæði í subbulega mýri. Ég fer alltaf annars lagið að gefa öndunum sem búa þarna brauð með þriggja ára syni mínum. Sonur minn gerir ekki greinamun á hvar grasið endar og hvar tjörnin byrjar, það segir mér að þarna þarf að taka til, áður en upp kemur slys sem ekki er hægt að afturkalla. Fallega tjörnin mín er orðin að slysagildru, vegna vanrækslu.

 

  • En í Seljahverfinu er mikið af skemmtilegu leiksvæðum . Þar sem hverfið er að mestu leyti laust við hættulegar umferðagötur er yndislegt að rölta um hverfið og leyfa krökkunum að leika sér. Skoðum leiksvæðin aðeins nánar.
leiktæki
  • Ekki glæsileg, skoðum fleiri.

Hverfið mitt 014

  • Og fleiri
Hverfið mitt 022
  • Frá þessum stað á ég mjög góðar minningar en þá leit hann ekki svona út, myndin nær ekki einu sinni að fanga allan þann subbuskap sem er þarna. Skoðum fleiri myndir.
Hverfið mitt 024
  • Þessi útgangur á leiktækjunum er Reykjavíkurborg til skammar svo einfalt er það.

 

  • Næsta mynd er nokkuð sérstök fyrir mig þar sem hún er tekin fyrir utan æskuheimili mitt. Þarna var mikill og stór mói þar sem við krakkarnir byggðu dúfnakofa, lékum okkur í fjársjóðsleit, byggðum hjólaleiðir osfrv.
Hverfið mitt 030
  • Núna er þetta ekkert annað en risamalar svæði það er ekkert þarna, móinn var jafnaður niður við jörðu, möl hélt yfir en hvað svo?? Skipulagsmálin eitthvað að klikka hér svo vægt til orða sé tekið.

 

  • Þarna rétt fyrir ofan var eitt vinsælasta hjólabrettasvæðið og byggðum við krakkarnir ásamt skólayfirvöldum einn glæsilegasta hjólabrettapall síns samtíma. Krakkar víðsvegar um höfðuborgin komu að renna sér, en hann er nátturulega horfinn eins og svo margt annað.

 

  • Hér má sjá sparkvöll í Seljahverfinu, en eins og svo margt annað er hann subbulegur og illa umhirtur. Enn krakkarnir nýta sér hann þó til ýstu æsa og er ávalt mikið líf í kringum hann.
Hverfið mitt 031
  • Það er þó ekki bara aðstæða yngstu  kynslóðarinnar sem er slæm, í svona fallegu hverfi er ekkert betra en að fara út að ganga, finna sér svo stæði til að hvíla lúin bein og fara yfir málin.
Hverfið mitt 032
  • Þetta er bekkur við Elliheimilið, ekkert sérstaklega huggulegur. Kíkjum á fleiri
Hverfið mitt 008
  • Þessi er niðrí dal fyrir framan stórt og mikið útivisasvæði, kjörin staður fyrir foreldra til að sitja á meðan börnin eru við leik.
Hverfið mitt 038
  • Takið eftir því að hér er ekki ruslatunna bara staur og subbulegur bekkur

 

  • Kósý svæðið við elliheimilið, búið að skapa hér mjög huggulegt svæði þar sem eldra fólkið ætti að geta notið sín, en það er bara ekkert hugsað um það bara látið rotna. Myndin nær ekki einu sinni að fanga rétta mynd af því hversu óaðlagandi þetta svæði er.
Hverfið mitt 033
  • Að lokum minnist ég þess er ég var í kringum 10 ára gamall og stundaði knattspyrnu með ÍR. Þá höfðum við aðstæður í litlum skúr en búið var að teikna upp glæsilegt svæði með fallegu íþróttahúsi. Ég man hversu spenntur ég varð og hugsaði með mér hversu gaman það yrði að alast upp í þessu frábæra félagi í þessari glæsilegu aðstæðu.
Hverfið mitt 010
  • Svona lítur íþróttahúsið út „glæsilegt“, eina sem hefur verið gert í uppbyggingu þess er skóflustungan sem fór fram fyrir einum þremur árum að ég held.

 

  • ÍR eða Íþróttafélag Reykjavíkur er eitt rótgrónasta félag borgarinnar og um leið nánast eina félagið sem á ekki sitt eigið íþróttahús. Sem hefur orðið til þess að krakkarnir okkar hafa engan samanstað og félagið nær ekki að iðka sína starfsemi í hverfinu. Þar sem körfuboltadeildin spilar í kennaraháskólanum, frjálsar stunda sínar æfingar í laugardalunum, handboltinn þarf að stunda sínar styrktaræfingar í Kópavoginum osfrv. Mig dreymdi þegar ég var 10 ára að spila í þessari glæsilegu aðstöðu sem borgin hefur lofað okkur ár eftir ár eftir ár eftir ár og mig dreymir það enn, ja allaveganna fyrir syni mína.

 

  • Svona lítur Seljahverfið út og almennt á þetta að vera fína hverfið í Breiðholtinu, ég spyr þá hvernig líta hin hverfin eiginlega út og hvernig geta borgarfulltrúa ætlast til þess að við kjósum þá aftur og aftur meðan hverfin okkar eru svona útlítandi?????

Mbk. Bjarni Fritzson

 


Um bloggið

Bjarni Fritzson

Höfundur

Bjarni Fritzson
Bjarni Fritzson
Tveggja barna faðir sem stundar mastersnám í sálfræði og spilar handbolta

Tónlistarspilari

- 2106 Bjarni Fritzson er inn þeirra manna sem hafa sent borgaryfirvöldum skýrslu um Breiðholtið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • tjörnin 001
  • tjörnin 001
  • MOV03127-2
  • MOV03127
  • DSC03130

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband