28.5.2010 | 01:37
Seljahverfið er hverfið mitt
- Hverfið mitt er Seljahverfi, það er almennt talið vera fína hverfið í Breiðholtinu. Í minningunni er þetta hlýtt og skemmtilegt hverfi, þar sem ungir krakkar geta notið þess að vera til og brallað ýmislegt. Til að endurvekja þessar gömlu góðu minningar ákvað ég að hjóla um Seljahverfið og fá minningarnar beint í æð. En mér til skelfingar þá hefur hverfið breyst töluvert frá því árunum áður, því ákvað ég að taka nokkrar myndir af hverfinu, því þær segja jú meira en þúsund orð
- Í Seljahverfinu er ekkert bakarí lengur, engin hverfissjoppa eða videoleigja, ekkert kaffihús, engin kaupmaður á horninu, engin skóbúð, engin íþróttabúð og engin ísbúð. Aðeins tvær verslanir og ein sjoppa við Vatnsenda í útjaðri hverfisins. Þannig að það er nánast ekki hægt að sækja neina þjónustu á fæti.
- Gamla góða ísbúðin mín, hér á ég margar skemmtilegar minningar frá því á unglingsárunum, við hliðina á henni var bakarí og þar við hliðin á var videoleigja, núna er allt farið.
- Hér var videoleigan sem ég og vinirnir laumuðumst í, til að taka spólu og kaupa nammi fyrir blaðburðapeningana.
- Aðalpartur æskunnar minnar fór í að stunda íþróttir á hinum ýmsu svæðum Seljahverfisins og leika mér á öllum þeim skemmtilegu leiksvæðum sem fyrir fundust í Seljahverfinu. Skoðum þau.
- Hér vorum við vinirnir að keppast um hverjir náðu að renna sér lengst, nú er það ekki hægt engin vír og engin róla, hefur verið svona í mörg, mörg ár.
- Eitt af því sem við krakkarnir gerðu mikið var að spila körfubolta svokallaðan streetball kíkjum aðeins á körfurnar og dæmigerðan körfuboltavöll.
- Svona útlítandi körfur er dæmigerðar fyrir körfurnar í Seljahverfinu, væri mikið mál að mála línurnar á vellinum.
- Á þessum velli vann ég streetball mót Hólmasels sem er félagsmiðstöð hverfisins. Þetta var einn vinsælasti völlur hverfisins og við unglingarnir voru það spenntir að spila hann, að þegar það kom sólarglæta á veturna var um leið farið í það að moka snjóinn af vellinum.
- Þetta var hinn vinsæli körfuboltavöllurinn, svokallaður Íkornavöllur. Á sumrin var þessi völlur fullur af krökkum og lífi, en hvað er hann nú??? Ekki neitt, engin karfa, engin fótboltamörk, bara subbulegur steypuklumpur.
- En við krakkarnir fórum líka mikið í fótbolta, þar sem heilu hverfin hittust eftir kvöldmat og skipt var í lið
- Þetta var glæsilegur grasvöllu, með flottu marki og girðingu bakvið bæði mörkin. Það hefur breyst, grasið lélegt, engin girðing bara staurar og netið að sjálfsögðu rifið.
- Annað glæsilegt fótboltamark sem stendur við Seljaskóla, er ég tók þessa mynd voru frímínútur, kemur kannski ekki á óvart að þetta mark stóð autt. Ástandið á fót og körfuboltavöllunum skýrir kannski af hverju krakkar í dag hanga frekar í tölvunni heima hjá sér en á þessum stöðum.
- Seljahverfið hefur löngun verið talið einstaklega fjölskylduvænt hverfi. Andarpollurinn er stolt hverfisins og sá staður sem að fjölskyldur koma saman. Þar hittast krakkarnir, vaða, veiða síli og leika, meðan foreldrar þeirra hafa það náðugt og fylgjast með. Kíkjum á Andarpollinn.
- Mjög fallegt svæði en skoðum þetta aðeins nánar
- Hvað er að gerast hér hvað var um tjörnina, orðin af drullugum og illa hirtum skítapoll
- Einu sinni voru fiskar í þessari tjörn, allir krakkar og foreldrar í hverfinu hittust hér, veiddu og eyddu tíma saman. Nú er þetta að breytast í eina stóra mýri, af hverju er engin að hugsa um tjörnina.
- En krakkarnir halda áfram að reyna leika sér og vaða í gegnum mýrina, ekki beint geðslegt.
- Eins og þið sjáið á þessum myndum þá hefur tjörnin breyst úr fallegu útivistarsvæði í subbulega mýri. Ég fer alltaf annars lagið að gefa öndunum sem búa þarna brauð með þriggja ára syni mínum. Sonur minn gerir ekki greinamun á hvar grasið endar og hvar tjörnin byrjar, það segir mér að þarna þarf að taka til, áður en upp kemur slys sem ekki er hægt að afturkalla. Fallega tjörnin mín er orðin að slysagildru, vegna vanrækslu.
- En í Seljahverfinu er mikið af skemmtilegu leiksvæðum . Þar sem hverfið er að mestu leyti laust við hættulegar umferðagötur er yndislegt að rölta um hverfið og leyfa krökkunum að leika sér. Skoðum leiksvæðin aðeins nánar.
- Ekki glæsileg, skoðum fleiri.
- Og fleiri
- Frá þessum stað á ég mjög góðar minningar en þá leit hann ekki svona út, myndin nær ekki einu sinni að fanga allan þann subbuskap sem er þarna. Skoðum fleiri myndir.
- Þessi útgangur á leiktækjunum er Reykjavíkurborg til skammar svo einfalt er það.
- Næsta mynd er nokkuð sérstök fyrir mig þar sem hún er tekin fyrir utan æskuheimili mitt. Þarna var mikill og stór mói þar sem við krakkarnir byggðu dúfnakofa, lékum okkur í fjársjóðsleit, byggðum hjólaleiðir osfrv.
- Núna er þetta ekkert annað en risamalar svæði það er ekkert þarna, móinn var jafnaður niður við jörðu, möl hélt yfir en hvað svo?? Skipulagsmálin eitthvað að klikka hér svo vægt til orða sé tekið.
- Þarna rétt fyrir ofan var eitt vinsælasta hjólabrettasvæðið og byggðum við krakkarnir ásamt skólayfirvöldum einn glæsilegasta hjólabrettapall síns samtíma. Krakkar víðsvegar um höfðuborgin komu að renna sér, en hann er nátturulega horfinn eins og svo margt annað.
- Hér má sjá sparkvöll í Seljahverfinu, en eins og svo margt annað er hann subbulegur og illa umhirtur. Enn krakkarnir nýta sér hann þó til ýstu æsa og er ávalt mikið líf í kringum hann.
- Það er þó ekki bara aðstæða yngstu kynslóðarinnar sem er slæm, í svona fallegu hverfi er ekkert betra en að fara út að ganga, finna sér svo stæði til að hvíla lúin bein og fara yfir málin.
- Þetta er bekkur við Elliheimilið, ekkert sérstaklega huggulegur. Kíkjum á fleiri
- Þessi er niðrí dal fyrir framan stórt og mikið útivisasvæði, kjörin staður fyrir foreldra til að sitja á meðan börnin eru við leik.
- Takið eftir því að hér er ekki ruslatunna bara staur og subbulegur bekkur
- Kósý svæðið við elliheimilið, búið að skapa hér mjög huggulegt svæði þar sem eldra fólkið ætti að geta notið sín, en það er bara ekkert hugsað um það bara látið rotna. Myndin nær ekki einu sinni að fanga rétta mynd af því hversu óaðlagandi þetta svæði er.
- Að lokum minnist ég þess er ég var í kringum 10 ára gamall og stundaði knattspyrnu með ÍR. Þá höfðum við aðstæður í litlum skúr en búið var að teikna upp glæsilegt svæði með fallegu íþróttahúsi. Ég man hversu spenntur ég varð og hugsaði með mér hversu gaman það yrði að alast upp í þessu frábæra félagi í þessari glæsilegu aðstæðu.
- Svona lítur íþróttahúsið út glæsilegt, eina sem hefur verið gert í uppbyggingu þess er skóflustungan sem fór fram fyrir einum þremur árum að ég held.
- ÍR eða Íþróttafélag Reykjavíkur er eitt rótgrónasta félag borgarinnar og um leið nánast eina félagið sem á ekki sitt eigið íþróttahús. Sem hefur orðið til þess að krakkarnir okkar hafa engan samanstað og félagið nær ekki að iðka sína starfsemi í hverfinu. Þar sem körfuboltadeildin spilar í kennaraháskólanum, frjálsar stunda sínar æfingar í laugardalunum, handboltinn þarf að stunda sínar styrktaræfingar í Kópavoginum osfrv. Mig dreymdi þegar ég var 10 ára að spila í þessari glæsilegu aðstöðu sem borgin hefur lofað okkur ár eftir ár eftir ár eftir ár og mig dreymir það enn, ja allaveganna fyrir syni mína.
- Svona lítur Seljahverfið út og almennt á þetta að vera fína hverfið í Breiðholtinu, ég spyr þá hvernig líta hin hverfin eiginlega út og hvernig geta borgarfulltrúa ætlast til þess að við kjósum þá aftur og aftur meðan hverfin okkar eru svona útlítandi?????
Mbk. Bjarni Fritzson
Um bloggið
Bjarni Fritzson
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er skelfilegt að sjá. gott framtak hjá fritzaranum. fékk einmitt þessa sömu tilfinningu þegar ég var að vafra um bakkahverfið þar sem ég eyddi mínum æsku árum... þar er nákvæmlega sama dæmið í gangi. Mjóddin gleypt draslið.
óli jósepur (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 11:08
Gríðarlega fallegt Hr. Bjarni Fritz. Þrátt fyrir að mest allt sem að maður sér og les í þessum pósti sé ömurlegt.
Sammála Jóseppnum varðandi Bakkana. Þar hefur ekkert verið gert, í jafnlangan eða lengri tíma en í Seljahverfinu, en það skiptir þó engu máli.
Kristinn Björgúlfsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 12:14
váá hvað þetta er ótrúlegt!! Hef einmitt ekki fatrið í Seljahverfið í mörg ár....Ekki hverfi sem ég myndi vilja flytja í með familíuna.
Elín Markúsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 12:41
Mjög góð og nauðsynleg færsla hjá þér! Ég vil um leið hvetja þá sem þetta sjá til þess að taka rúnt um gömlu hverfin sín og kanna stöðuna þar! Mér finnst lágmark að börnin okkar fái að minnsta kosti að eiga minningar um fallega hverfið sitt.
Ingvar Christiansen (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 13:29
Vá þetta er sláandi.
Systir mín er einmitt 15 ára og býr í Seljahverfinu og þarf að fara alla leið útí Þína verslun ef henni langar í nammi.
Það var einmitt svo frábært að geta rölt útí bakarí á morgnanna um helgar og útí sjoppu/vídjóleigu á kvöldin.
Það er rétt það er engin þjónusta lengur í Seljahverfinu, allar verslanir farnar. Stutt síðan að Bónus og Nóatún voru inní hverfinu, og það sem merkilega er að eftir standa útspreyjuð tóm hús.
En málið er að það þarf einhver að hugsa um þetta, ég bý í miðbænum og íbúarnir í blokkinni minni ákváðum að mála alltaf strax yfir allt sprey/tag og merkilegt nokk þá virðumst við vera að vinna og spreyjarar eru að gefast upp.
Sammála því að það væri virkilega gaman að sjá svona úttekt á fleiri hverfum.
Björk H. (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 13:38
Tíu stig fyrir góðan pistil.
X-Æ fyrir börnin
valgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 13:48
Sorglegt að sjá gamla hverfið manns grotna svona niður.
Árni Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 14:20
Úff þetta er sorglegt... ég man þá tíð þegar það voru 2 sjoppur, ljósastofa, bakarí og tommahamborgarar BARA í litla unitinu í Hólmaselinu. Svo kom sjoppa og bakarí hjá Íssel, við höfðum Ásgeir sem síðan varð Bónus, Seljakaup var í góðum félagsskap með bakaríi, pizzustað, snyrtivöruverslun og bókabúð!
Þetta var svo brilljant hverfi að alast upp í og býður enn í dag upp á svo mikla möguleika. Tjörnin á að vera sú paradís sem hún var þegar við vorum að vaða þarna alla daga og flatmaga á vindsængum á sólskinsdögum. Það er vel hægt að halda hverfinu sómasamlega útlítandi án þess að eyða til þess miklum fjármunum og vonandi að ný borgarstjórn hafi það að leiðarljósi að fegra Reykjavík.
Takk fyrir að vekja athygli á þessu Bjarni!
Þurý Björk (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 14:24
Heyr heyr Bjarni... sorglegt að sjá hvað hefur orðið um hverfið okkar.... ég er virkilega ánægður með þessa færslu hjá þér... maður fær alveg sjokk þegar maður sér þetta!!!
Ólafur Jónas Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 14:43
hvað i andskotanum er að tjörninni! hún er ógeðsleg!
David Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 14:46
Góð samamtekt hjá þér Bjarni. Mjög sorglegt að sjá gamla hverfið sitt svona afskipt og vanrækt.
Mikið væri gott ef einhver pólitíkus sæi þessa úttekt.
Halla Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 14:48
frábært framtak Bjarni. ég tek undir með Óla að maður áttaði sig ekki á því hversu slæmt þetta er orðið. Eg fór í göngutúr um hverfið fyrir stuttu síðan og sá margt af þessu sem þú myndaðir. Aðstæður eru orðnar ömurlegar á 15-20 árum. Einmitt þegar maður hélt að það hefði átt að vera svigrúm til að halda við og bæta enn frekar við útlit og þjónustu í hverfinu.
Það væri fróðlegt að taka saman eitthvað nýlegra hverfi og sjá samanburð. Það er til háborinnar skammar hvernig er búið að fara með þetta. Greinilegt áhugaleysi og framkvæmdaleti í gangi!
Addi (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 15:36
Vá hvað þetta er flott framtak hja þer bjarni og ekki skemmir að sja fallegu gömlu sjoppuna okkar ;)
þetta er mjög sláandi að sja þessa myndir og hvað aðstæður eru ömurlegar,og frekar mikið til skammar ekki skritið að það séu ekki nein börn uti að leika sér ;(
kristin egils (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 15:57
Sammála þér Bjarni, myndirnar segja allt sem segja þarf, við getum spurt okkur hverjir eru að spreyja út um allt, hvað sjoppur og videoleigur varðar þá er þetta sennilega sama sagan í mörgum hverfum borgarinnar því miður. Gróðinn ekki nægur til að halda úti starfsemi. En hvað varðar viðhald og annað á útivistarsvæðunum er borgarstarfsmönnum (stjórnendum) ekki til sóma. Hvað með ÍR fjölnotahúsið að það skuli ekki vera byrjað á því enn er skandall, ég hef komið á miðjum virkum degi á Hlíðarenda og hvílík unun að sjá allt lífið sem þar er, hreinlega krakkar út um allt, ekki endilega krakkar að æfa heldur bara að hitta kunningjana og "þvælast", sannkölluð uppeldismiðstöð, sem vantar sárlega í Breiðholtið, satt best að segja þá er ég ekki viss um að lifi það að sjá þetta hús okkar rísa upp úr jörðu, í alvöru, þetta er alltaf slegið út af borðinu við hverja fjárlagagerð.
Svipaða sögu er að segja um Bakkana og Stekkina, satt sem Kiddi segir Mjóddin gleypti allt. Ég hef farið um mínar æskuslóðir í Bústaðahverfinu í kringum Bústaðakirkju og kringum Breiðagerðisskóla og Réttó, og því miður allt horfið.
En flottur pistill hjá þér strákur og því miður er allt satt í honum, hvetjum borgaryfirvöld til að taka á málinu EFTIR kosningar
Sverrir Einarsson, 28.5.2010 kl. 15:58
Þetta er alveg ömurlegt hvernig þetta er orðið, móðir mín þarf alltaf að keyra ömmu mína út í búð svo hún geti verslað en áður fyrr rölti hún alltaf nú er bara engin búð nálægt. Hvernig ætli að þetta sé fyrir allt eldra fólkið sem hefur fáa að, það tekur væntanlega leigubíl í búðina.
Gallinn er sjálfsagt að breiðholtið á sjaldan fulltrúa í borgarstjórn og því er okkur alltaf ýtt til hliðar, það er um að gera að láta í okkur heyra og jafnvel að íhuga að sameinast kópavogi þar sem hann er kominn hringinn í kringum breiðholtið.
Kristján (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:00
Ég verð að játa að ég hef lítið rölt um Seljahverfið síðustu ár, en hef samt keyrt reglulega framhjá tjörninni og séð hvað hún er gjörsamlega vanrækt. Sjokkerandi að sjá þessar æskuslóðir sínar sem líta svo vel út í minningunni svona niðurníddar. Svo maður tali nú ekki um þetta íþróttahús fyrir ÍR sem hefur verið á leiðinni nánast síðan ég man eftir mér. Það er alveg deginum ljósara að enginn af þeim flokkum sem setið hafa í borgarstjórn síðustu kjörtímabilin fær atkvæði frá mér.
Annars virklega góð grein og ég er sérstaklega ánægður með myndskreytingarnar.
Trausti Stefánsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:01
Mjög góð samantekt. Ég er svo hissa að ekki sé meira gert og hverfið látið grotna niður... Þetta var svo yndislegt hverfi að alast upp í. Vonandi nær þetta að hrista upp í fólki.
Svanhvit (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:06
Takk fyrir þetta. Þetta er ekki beint sama hverfið og maður ólst upp í! Ég man hvað það var mikil snilld að fara út og hoppa og skoppa um hverfið í körfu og leiki með bekkjarfélögunum! Mamma og pabbi vissu nokkurnveginn alltaf hvar maður var því að maður var alltaf með sama hópnum á sömu stöðunum. Það er algjör synd að krakkar sem eru að alast upp núna hafi ekki aðgang að þessum sömu leiktækjum og völlum eins og maður gerði sjálfur. Ég sé ekki af hverju þessir staðir eru vanræktir, vegna þess að það er allra hagur að krökkum líði vel í sínu hverfi!
Helga Mogensen (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:38
Snilldar framtak hjá þér Bjarni. Þetta er til háborinnar skammar að sjá þetta svona, ekki gott fyrir góða hverfið okkar.
Gígja (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 17:12
"streetball", "skipta í lið", úti að leika sér allt þar til sólin settist niður og það var síðasti dagur sumarfrísins áður en skólinn átti að byrja, ég fæ gæsahúð! Færslan hefði ekki getað komið á heppilegri tíma! Sumar myndirnar minnti mig á draugabæ, þó sérstaklega þar sem gömlu sjoppukjarnarnir voru.
En m.v. fullyrðingar úr viðtölum fulltrúanna til borgarstjórnar, þá verðum við að vonast til þess að bætt sé úr þessum málum! Enda heyrir maður þá oft segja: "við getum FULLYRT það að við munum REYNA að gera okkar besta"
Setning sem segir manni nákvæmlega ekki neitt en lúkkar vel...alveg jafn "vel" og æskuhverfið manns!
Takk fyrir góða og umhugsunarverða færslu
Þór Sæþórs (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 18:04
Þetta er frábær grein hjá þér, ég er svo hjartanlega sammála... en það myndi muna miklu ef allt þetta rusl í hverfinu væri ofan í ruslafötunum en þær ekki sprendar í loft upp. Það þyrfti ss. að vekja unglingana okkar aðeins til umhugsunar líka...
Takk fyrir frábært framtak :)
Þórdís Hlín (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 20:15
Þetta er flott hjá þér. Maður fyllist bara þvílíkri nostalgíu og síðan bara kemur bara sorgin í kjölfarið. Vona svo sannarlega að þetta hafi einhver áhrif og það verði eitthvað gert þarna!!!!
Ásgeir Ástvaldsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 20:52
Frábær samantekt. Hvet þig eindregið til þess að senda hana til verðandi og núverandi borgarfulltrúa.
Berglind Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 21:12
Algjörlega sammála þér að Seljahverfið og bara Breiðholt yfirhöfuð er að breytast í eitthvað slömm, og forgangsröðunin í peningamálum er gjörsamlega út í hött. Ég er sjálf úr seljahverfinu og er núna að vinna í Seljaskóla, og mér finnst algjörlega óskiljanlegt hvernig það hafa verið einhverjir hektarar af möl við skólann síðan ég var lítil, og ekkert gert í því. Það getur varla kostað það mikið að henda upp smá grasblettum og nokkrum rólum, er það? En annars er eitt hérna sem ég skil ekki alveg.. það eru allir að tala um að búðirnar séu allar farnar úr hverfinu, og svo endar bloggið á að skamma borgarfulltrúana. Eftir því sem ég best veit eru einu búðirnar sem ríkið sér um bara átvr? :)
Margrét (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 21:32
Takk fyrir allir, já þetta er með hreinu ólíkindum að sjá hverfið sitt svona. En það jákvæða við þetta er að þessi vandamál ættu að vera frekar auðleysanlegir og ódýr, ef að borgarfulltrúar hefðu einhvern áhuga á þeim. Til að svara nokkrum þá er ég búinn að fara með greinagerð sem þessi færsla samanstendur af til stærstu framboðanna og renna yfir innihald hennar með fulltrúum þeirra. Einnig er ég búinn að senda fjórflokkunum linkinn á þetta vefsvæði ef að sú greinagerð sem ég afhenti þeim hafi misfarist.
Bjarni Fritzson, 28.5.2010 kl. 21:41
Þetta er ömurlegt að sjá.
Við fórum þarna í göngutúr fjölskyldan um daginn og maður hálf skammaðist sín við að sjá ástandið á hverfinu.
Ég gæti varla hugsað mér betri stað til að ala upp börn - en maður vill ekki gera það þegar hverfið lítur út eins og einhver hafi ælt yfir það :(
Nú lítur þetta út fyrir að vera gettó (sem hingað til var aðeins misskilningur þeirra sem höfðu ekki verið þarna í meira en korter).
Annars flott grein vinur og takk fyrir síðast!
Gulli Hauks (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 22:25
Þetta er frábært framtak Bjarni. Nú þarf að koma þessu á framfæri nýrrar borgarstjórnar.
Svenni Claessen (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 23:12
Frábær og þörf úttekt hjá þér Bjarni. Það hefur greinilega ekki verið metnaður hjá stjórnvöldum í mörg ár að efna kosningaloforðin. Fleiri borgarbúar mættu taka upp svona vettvangskannanir og koma þeim svona vel á framfæri. Stjórnmálahöfðingjarnir hefðu einnig gott af vettvangskönnun en það verður líklega ekki fyrr en fyrir kosningarnar 2014.
Guðmundur St Ragnarsson, 29.5.2010 kl. 10:28
Ekki sammála að Breiðholt yfir höfuð hafi verið látið grotna niður, efri hluti Breiðholts , Fell, Hamabergssv. og Hólar hafa tekið verulegum breytingum og skarta einum af betri og fallegri görðum bæjarins í dag .
ólöf anna (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 10:50
Ég er búin að búa í nokkrum hverfum í Rvk og hvergi er betra að vera en í Seljahverfinu rólegt og gott að vera með börn. Vonandi verður þetta lagað sem fyrst.
Hólmfríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 11:40
Flott framtak Bjarni. Ótrúlegt hvað flokkarnir hafa vanrækt Breiðholtið þegar það er eitt fjölmennasta hverfið. Grátlegasta við þetta er þó að það er tiltölulega ódýrt og auðvelt að koma í veg fyrir svona niðurbrot en samt var ekkert gert.
Helgi Örn Gylfason (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 11:50
Ég hef lengi hugsað það sama og þú og þess vegna kýs ég Æ í kosningunum í dag.
Guðmundur (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 11:54
Flott hjá þér Bjarni að taka þetta saman. Ég hef búið í Seljahverfinu í 7 ár og finnst þetta æðislegt hverfi. En því miður hef ég þurft að hringja í borgina til að fá þá til að tæma rusladallana hérna og fleira sem ég hef bent þeim á eins og grasflötin við hliðina á gangstéttinni við Seljabraut er notuð sem bílastæði, af hverju ekki að laga þetta, það er ekkert annað í boði en að nota þetta sem bílastæði fyrir fólkið sem býr þarna. Það er nú kannski erfitt fyrir starfsmenn borgarinnar að hlaupa á eftir þessum aulum sem spreyja út um allt. Ég held að það sé nú loksins komið á að þú þarft að vera orðinn visst gamall til að kaupa spreybrúsa en.......
EITT SEM MIG LANGAR TIL AÐ BENDA Á AÐ ALLIR SKÓLAR ÆTTU AÐ HAFA ÞAÐ FYRIR REGLU AÐ ÁÐUR EN SKÓLANUM LÝKUR FYRIR SUMARIÐ EÐA FYRIR JÓLAFRÍ AÐ ALLIR BEKKIR FARI ÚT OG TÍNI RUSL FYRIR UTAN SKÓLANN! MYNDI LÍKA KENNA KRÖKKUM AÐ RULSIÐ HVERFUR EKKI ÞEGAR ÞVÍ ER HENT Á GÖTUNA.
Ragga (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 12:07
Frábært Bjarni. Við erum erum gömul skólasystkyni svo ég man alveg hvernig var að vinna við að gera við hjólabrettapallinn sem var svakalega flottur við íþróttahúsið við Seljaskóla, man þegar hann var skemmdur svo eitt skipið fyrir okkur og við ákváðum öll að laga hann bara aftur. Héldum 1 eða 2x keppni á honum. Sumardögum eyddum við tjörnina og alltaf var labbað fram hjá elliheimilinu með bros á vör og fólkið sat úti í sólinni. Og alltaf var fjör í Hólmaseli. Man vel eftir pizzastaðnum og Seljakaup og flotta bakaríinu og minnir að Vala Matt hafi átt snyrtivörubúðina. Það er bara vilji sem þarf til að breyta og laga. Vonandi hjálpar þetta til að opna augum fyrir fulltrúum flokkana að taka til hendinni og koma út úr ráðhúsinu og til okkar borgaranna í stað þessa að rífast í fundarsölum um hver er leiðinlegari enn hinn. Skýt því hér með að árgangurinn okkar greinilega þarf að fara hittast
Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 12:09
Takk fyrir skrifinn Bjarni.
Ég er reyndar uppalinn Neðra Breiðholti og varð fyrir smá áfalli að sjá að ástandið þegar ég fór um gamla hverfið í haust. T.d. er baklóðin á Breiðholtsskóla alveg hræðileg. Hún var mjög léleg þegar ég var þar í skóla fyrir 20 árum og ennþá í dag er hún eins, allar 35 ára gömlu hellurnar eru brotnar. Ekkert gert á 20 árum, alveg til skammar. Það er reyndar sama ástandið um allt Breiðholt, og er bæjaryfirvöldum til skammar. Það er reyndar skrýtið hvað það er lítil þjónusta í Breiðholti, t.d. er engin líkamsræktarstöð í þar á svæði þar sem 20.000 manneskjur eiga heima.
Kær kveðja
Björn Arnarsson
Björn Arnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 12:21
Þetta var svona líka í miðbænum þar sem ég bý. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að hverfi drabbist niður og til koma í veg fyrir hluti eins og veggjakrot (sem virðist vera algengt þarna) er að íbúar taki höndum saman. Foreldrar tali við börnin sín ( sem í flestum tilvikum eru þau sem krota á veggina ) íbúar þrífi hverfið sjálf og eru dugleg að mála yfir veggjakrot um leið og það kemur (reynslan sýnir að það dregur mikið úr veggjakroturum) og íbúar fylgjist með því sem er að gerast í hverfinu (nágrannavarsla) og skipti sér af fólki sem er að skemma eða gera einhvern annan óskunda í hverfinu. Þetta gerðum við í götunni minni með ágætis árangri.
Bjöggi (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 12:51
Takk fyrir þennan pistil Bjarni.
Orð í tíma töluð, kannski ef hann hefði komið fyrr þá hefði verið möguleiki að kreista fram viðbrögð hjá frambjóðendum í kosningunum. Er sjálfur úr Bakkahverfinu og það svipar til eins og þú lýsir Seljahverfinu í dag.
Sem gamall ÍRingur, þá tek ég heilshugar undir þetta með aðstöðuna hjá ÍR, þá er skelfilegt að svona stór klúbbur sé ekki með sitt eigið hús undir alla þessa starfsemi sem ÍR rekur í dag.
Enn og aftur, takk fyrir skeleggan pistil.
Sigfús
Sigfús (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 13:38
Þakka fyrir góða samantekt á ástandinu hér í Seljahverfi.
Hverfið hefur allt til að bera að vera besta hverfi höfuðborgarsvæðisins og því ákváðum við að flytja aftur á æskuslóðrinar úr Garðabænum fyrir 3 árum. En því miður hafa borgaryfirvöld meiri áhuga á að byggja nýtt en að viðhalda því sem þegar er til staðar. Það sorglega er að á hverju sumri þurfum við íbúarnir að horfa upp á hóp ungra sumarstarfsmanna borgarinnar liggja lungað úr sumrinu í sólbaði án faglegrar verkstýringar, tækja og efnis til að laga það sem þarf til að viðhalda þessu skemmtilega hverfi.
Kv. Bjarni
Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 13:49
Í sambandi við búðirnar, þá er þetta nú svona í flestum hverfum, því miður.
Kaupmaðurinn á horninu hefur þurft að víkja fyrir verslunarkeðjum útrásarkrimmanna.
Sorglegt.
Reykvíkingur (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 13:56
mjög áhugavert. Þurfum að laga hverfinu annars verður bara fyllt af rusli!
sweety (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 14:01
Mikið er ég sammála þessu. Ég er reyndar aðeins búin að búa hér í 7 ár, en stundum á sunnudögum rölti maður út í bakarí... Það er ekki hægt lengur. Ég þakka Guði fyrir að ég ól mín börn upp á Akureyri.
Íbúi í Seljahverfi (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 15:03
þú minn ágæti lætur nu seljahverfið lita miklu verr út en það gerir, sprey hverfa aldrei ef þu malar yfir það eru komin ný jafnóðum, þú fannst 2 körfur af 7 i ölduselsskola og essar 2 eru onytar, þú varst greinilega á neikvæðunótonum i essum hjólarúnti þínum
arnar (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 16:13
Er sammála Bjarna og raunar mjög sleginn yfir þessum myndum. Ólst upp í Seljahverfinu og þykir mjög vænt um þetta fallega og barnvæna hverfi en er í sjokki eftir að hafa skoðað þessar myndir. Gott dæmi um að við þurfum greinilega að taka til í borginn og vonandi kýs borgin nýtt fólk til valda í kosningum kvöldsins.
Hannes Óli Ágústsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 16:34
Heyr heyr... stefnan hjá þeim sem hafa ráðið í borginni undanfarin ár hefur verið sú að byggja ný og "flott" hverfi í stað þess að bæta þau sem fyrir eru, virkilega kjánalegur hugsunarháttur þar sem þeir sem í borginni búa eru lang flestir íbúar eldri hverfanna..
Magnús Halldórsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 18:43
gerdur palmadottir (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 18:48
Sæll
Það er að vísu allt gott og fallegt í æskuminningum og dýrðarljómi uppeldisárana er fljótur að vefja allt rósrauðum fallegum minningum. Ég flutti í Seljahvefið 1997 og það var nokkuð útspreyjað á þeim tíma. Það er frekar erfitt að einblína á það sem miður hefur farið og sjá ekki allt það góða. Núna eru lang flestir íbúar hverfisins byrjaðir og jafnvel búnir að taka garða sína mikið í gegn og mikið um viðhald og endurbærtur hjá hinum almenna íbúa. Hverfissjöppurnar í æsku með vídeóleigum töpuðu fyrir internetinu og almennri íbúafækkun þegar hverfið eldist. Þegar seljaskóli var opnaður voru 1200 börn í tvísetnum skóla. Núna eru 650 börn.
Andapollurinn og svæðið í kring er mikið stolt okkar enn í dag, ég á mjög bágt með að trúa að þar hafi verið fiskar nema einhver hafi sleppt þeim í einhver skipti, þetta er vað-djúp tjörn sem er ekki fiskum bjóðandi, á þurrkatímum er frekar lítið í pollinum en svæðið glæsilegt að öðru leiti.
í hólmaseli er ljósastofa, hárgreiðslustofa, fataverslun, félagsmiðstöð, tónlistarskóli bókasafn og rétt hjá er hljóðfæraverslun og þar var sjöppa fyrir nokkrum mánuðum. Önnur sjöppa er hjá þinni verslun við Seljabraut, Allt í einu er ennþá fyrir neðan hverfisbarinn við skíðabrekkuna.
Við höfum þetta allt en það var á dagskránni í ár að borgin tæki á viðhaldi á opnu leiksvæðunum en það frestaðist og eina framkvæmdin sem þeir fóru í um öll hverfi var að taka alla sandkassa í sparnaðarskini. Almennt viðhald er svo í höndum hvers og eins að taka til hendinni í kringum sig og gera hverfið eins fallegt og það á skilið að vera. Ég hvet þig til að koma aftur í heimsókn með jákvæðari augum og fylgjast með öllum þeim krökkum sem nú alast upp í hverfinu og munu að öllum líkindum sjá hverfið með dýrðarljóma æskunnar þegar þau koma aftur. Þegar við eldumst sjáum við hlutina allt öðrum augum heldur en þegar við vorum að alast upp, það er ekki víst að rusl og veggjakrot trufli grunnskólabörn eins mikið og fullorðna kalla eins og okkur :)
Annars vona ég að pistill þinn vekji sem flesta til vakningar um að taka aðeins til hendinni og að hverfisstöðin við jafnarsel komi og kippi hlutunum í sæmilegt lag.
Björn Ragnar Lárusson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 19:14
Er alveg sammála að það vanti einhverjar snyrtilegar sjoppur í seljahverfi. Eina sjoppan í seljahverfi fyrir fólk í kringum Seljaskóla er Þristurinn og að mínu mati finnst mér ekkert einstaklega smekklegt að versla þar sem allt er frekar subbulegt. Svo er ekkert nema kattarskítur í flestum sandkössunum. Mér finnst að það ætti að bæta við fleiri sjoppum og hreinsa oftar sandkassana því það er bara viðbjóðsleg lykt úr þeim.
nafnlaust (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 21:15
Ég er alveg sammála því að hverfið mitt þarf á meira lífi að halda. Í Seljahverfinu er yndislegt að búa veðráttan góð og fínir skólar. Þar hafa öll 6 börnin mín alist upp og dafnað í góðum hópi vina. Mér sárnar að sjá þegar hverfið virðist vanrækt af þeim sem eiga að sjá um það. Á árum áður voru tveir flottir gæsluvellir opnir undir stjórn áhugasamra kvenna á besta aldri en á lægstu töxtum. Þeir hafa nú verið lokaðir í næstum 15 ár. Reykjavíkurborg sagðist hafa gert talningu, um hávetur, á aðsókn að völlunum og fannst hún lítil,en auðvitað sveiflast aðsóknin eftir árstíðum og öðru. Þegar ljóst var hvert borgin stefndi fór ég á stúfana. Ég safnaði 600 undirskriftum 1995-6 fyrir því að gæsluvöllurinn við Tungusel yrði áfram starfræktur með sínum góðu starfskonum og skemmtilegu leiktækjum.
Kannski var lokunin byrjunin á grotnun hverfisins. Síðar var lokað í Fífuseli o.s. frv. Nú geta börn hverfisins 2-6 ára ekki leikið sér lengur í frjálsum leik með leiðsögn gegn vægu gjald. Það var meðvituð stefna borgarinnar að koma öllum í leikskóla sem kostar margfalt og ekki á allra færi.
Þannig er það nú.
Guðríður H (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 21:34
Þetter rosalegt.
Ég get bara sagt ykkur að ég á bágt með að trúa því hvurnig þetta lítur út.
Auðvitað sýna myndirnar það sem verst lýtur út en til þess er þessi pistill líka gerður.
ömulegt að sjá þessi hús, sem voru sjoppur, snyrtistofur og verslanir nú standa auð og þjóna ekki öðrum tilgangi en að vera spray-"veggir" fyrir unglinga sem halda að þetta sé kúl.
Nú sá ég samt í blaðinu að hólmasel væri að fara að halda hólmstokk hátíðina á fótboltavelli. Veit einhver hvernig það gekk? Kom fólk? Var gaman?
Hreinn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 14:09
Svo er líka búið að vera eitthvað hljóð í ofnunum inná langa gangi..
Hver ætlar að gera við það?
Gulli Hauks (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 18:21
Vá hvað ég er sammál þér í þessum pisli. Ég einmitt labbaði með son minn þarna um hverfið fyrir 2 árum síðan og ætlaði að vera svo stolt af gamla hverfinu mínu og kaupa nesti í gömlu búðini en þar var ekkert. En það er sorglegt að sjá hverfið svona og sá þá að þarna gæti ég ekki búið aftur, eins og það var æðislegt að alast þarna upp og maður á góðar minnigar þaðan.
kv Gömul skóla systir
P.s. já alveg sammála Ágústu Nellý þurfum að fara hittast árgangurinn
Ágústa Björk (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 21:34
Takk fyrir þennan snilldar pistil!!!
er og verður alltaf besta hverfið & þetta er strax farið að virka! ;)http://karfan.is/frettir/2010/05/30/samthykkt_ad_parketleggja_hellinn_a_thessu_ari!
Jónsi (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.