Breiðholtsskýrslan 2010

Tveimur dögum fyrir borgarstjórnar kosningar fór ég og Tryggvi með skýrsluna mína um Seljahverfið til allra framboðanna, í framhaldi af því setti ég afraksturinn á þessa síðu. Vegna þeirra góðu undirtekta sem skýrslan fékk var ákveðið fara alla leið og útbúa faglega unna Breiðholtsskýrslu. Markmiðið var að fara yfir öll hverfin í Breiðholtinu á svipaðan máta og ég gerði við Seljahverfið. Til þess að hinum hverfunum í Breiðholtinu yrðu gerð nægjanlega góð skil í Breiðholtsskýrslunni, var á hreinu að ég þyrfti hjálp frá mönnum sem ólust upp í þeim hverfum frá blautu barnsbeini. Snillingarnir Gummi Jóh, Tryggvi Haralds og Jói Jökull komu mér til bjargar og skrifuðu kafla í þessari skýrslu um hverfið sitt, einnig fékk ég góða og fjölbreytilega hjálp frá Bjarna Þór.

Hugmyndin bakvið gerð þessarar skýrslu var sú að við skyldum afhenda hana öllum nýkjörnum borgarfulltrúum á þeirra fyrsta borgarfundi. Með því upplýst þá um ástandið í Breiðholti og hvatt þá til þess að sinna því hverfi aðeins betur en verið hefur gert. Í dag var þessi hugmynd framkvæmd er ég og Tryggvi mættum á fyrsta borgarfundinn með Breiðholtsskýrsluna sjóðheita úr prentun við hönd. Afhentum við borgarfulltrúunum eintak af skýrslunni í eigin persónu. Myndatökumaðurinn okkar hún yndisfríða Tinna Baldurs tók nokkrar myndir af atburðinum.

DSC03133

Ég og Tryggvi stoltir með skýrsluna góðu

 

DSC03130

Breiðhyltingnum Gísla Marteini leist einstaklega vel á skýrsluna og sagði orðrétt "ég ætla beita mér fyrir þessu" þið munið það með mér.

 

MOV03127

Hér kynni ég mig og afhendi Hönnu Birnu fyrrum borgarstjóra skýrsluna.

MOV03127-2 

Hún þakkaði fyrir og glotti um leið við tönn. Spurning hvað hafi þotið um hug hennar er við útskýrðum í stuttum máli innihald skýrslunar.  

 

Því miður náðust ekki fleiri myndir eins og er við afhentum núverandi borgarstjóra Jóni Gnarr skýrsluna en hann tók einstaklega vel í þetta framtak okkar. Á næstu dögum mun ég birta skýrsluna kafla fyrir kafla á þessari síðu, endilega fylgist með því.

Að lokum þá ætlum við nokkrir strákar úr Seljahverfinu að gera okkar besta í því að hreinsa Andarpollinn þann 27. júní. Við viljum endilega hvetja fólk til þess að mæta og aðstoða okkar, því samkvæmt máltækinu þá eiga margar hendur að vinna „erfitt“ verk. Þetta hreinsunarátak verður kynnt betur síðar. Það má til gamans geta að allir borgarfulltrúarnir fengu boðsmiða á þennan atburð spennandi að sjá hverjir mæta.

Mbk. Bjarni Fritz         

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært framtak, ég man eftir svipuðu framtaki fyrir nokkrum árum, þá var maður í stjórn ÍR. Hann fór eins og þú með myndavél um hverfið og tók myndir og sendi það svo áfram á borgarstjórn. Ekki í svona fínni skýrslu. Það voru gerðar ýmsar breytingar í kjölfarið og lagfæringar. Þannig að svona framtak getur komið ýmsu í verk.

TómasHa (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 21:13

2 identicon

Snillingur!

Hilmar Þórlindss (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 09:37

3 identicon

Þetta er virkilega flott og þarft framtak hjá ykkur. Eigið allt hrós skilið fyrir þetta.

Valur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:52

4 identicon

Takk fyrir mjög þarft framtak:) Ég vona að þetta góða framtak ykkar verði til þess að Breiðholtið fái þá athygli frá yfirvöldum sem það á sannarlega skilið líkt og önnur hverfi borgarinnar! Með þessari skýrslu hafði þið framkvæmt það sem margir hugsa - vakið athygli á málnunum. Vel gert :)

Sveinbjörg (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarni Fritzson

Höfundur

Bjarni Fritzson
Bjarni Fritzson
Tveggja barna faðir sem stundar mastersnám í sálfræði og spilar handbolta

Tónlistarspilari

- 2106 Bjarni Fritzson er inn þeirra manna sem hafa sent borgaryfirvöldum skýrslu um Breiðholtið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • tjörnin 001
  • tjörnin 001
  • MOV03127-2
  • MOV03127
  • DSC03130

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband